Upp úr há­degi í dag voru björgunar­sveitir kallaðar út með hálf­tíma milli­bili vegna tveggja ein­stak­linga sem báðir voru slasaðir á ökkla og þurftu að­stoð við að komast niður. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Lands­björg.

Björgunar­sveitar­mönnum gekk vel að koma hinum slösuðu í læknis­hendur en eftir rúm­lega tvo tíma voru báðir ein­staklingar komnir í sjúkra­bíl og björgunar­sveitir héldu til síns heima.