Flug­slys varð við flug­völl­inn á Hólms­heið­i í kvöld er lít­il fis­flug­vél með tvo inn­an­borðs brot­lent­i. Þeir voru flutt­ir á slys­a­deild en ekki tald­ir al­var­leg­a slas­að­ir. Annar þeirr­a slas­að­ist á fæti.

Slökkv­i­lið­in­u á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u barst til­kynn­ing um slys­ið um kort­er í níu.

Flug­vél­in mun hafa ver­ið að koma til lend­ing­ar á flug­vell­in­u þeg­ar henn­i hlekkt­ist og brot­lent­i við enda hans. Brot­lend­ing­in var það hörð að vél­in fór á hvolf að sögn slökkv­i­liðs.

Slökkv­i­lið­ið er enn að störf­um á svæð­in­u og er elds­neyt­i, sem lak úr vél­inn­i, hreins­að upp með dæl­u­bíl.