Tveir skjálftar yfir M3 að stærð mældust á Reykja­nes­skaganum í nótt. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Veður­stofunni.

Sá fyrri mældist M3,1 að stærð kl. 00:53 og átti upp­tök um 4 km SSV af Fagra­dals­fjalli en sá síðari mældist M3,4 að stærð kl. 03:26 um 2,2 km N af Krýsu­vík. Fundust báðir víða á höfuð­borgar­svæðinu og Reykja­nesi.

Jarðskjálfta­hrinan er enn í gangi þó heldur hafi dregið úr fjölda stórra skjálfta í bili. Sjálf­virka jarð­skjálfta­mæli­kerfi Veður­stofu Ís­lands hefur mælt um 1000 jarð­skjálfta á svæðinu frá mið­nætti og þar af hafa um 50 verið yfir­farnir.