Fjórir skjálftar af stærðinni 3,0 eða stærri mældust á Reykja­nesi í nótt en tveir stærstu skjálftarnir komu með að­eins nokkurra mínútna milli­bili.

Klukkan 02:12 varð skjálfti af stærðinni 4,1 skammt frá Fagra­dals­fjalli og sex mínútum síðar, klukkan 02:18, kom annar skjálfti af stærðinni 3,2 skammt frá Keili.

Að því er kemur fram í til­kynningu frá náttúru­vá­sér­fræðingum Veður­stofu Ís­lands varð fyrsta skjálftans vart á höfuð­borgar­svæðinu, í Grinda­vík, og í Reykja­nes­bæ.

Klukkan 03:52 í nótt kom síðan annar skjálfti af stærðinni 3,2 skammt frá Fagra­dals­fjalli, nánast á sama stað og fyrsti skjálftinn, og klukkan 06:05 í morgun kom skjálfti af stærðinni 3,0 skammt frá Keili.

Frá því að skjálftahrinan á Reykjanesi hófst síðastliðinn miðvikudag hafa þó nokkrir stórir skjálftar komið upp á Reykjanesi en það virðist hafa dregið úr virkninni síðastliðinn sólarhring og eru skjálftarnir minni.