Tveir ljónheppnir miðaeigendur skiptu með sér fjórföldum lottópotti vikunnar og fær hvor þeirra rúmlega 26,4 milljónir í vinning. Annar miðanna var í áskrift og hinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni.
Fimm skiptu með sér bónusvinningum og fær hver þeirra um 300 þúsund krónur, tveir miðanna voru keyptir á lotto.is, einn er í áskrift , einn var keyptur í appinu og einn í Hagkaup á Seltjarnarnesi.
Einn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker og fær tvær milljónir í vinning, sá miði var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni.
Sex miðahafar voru með annan vinning í Jóker og fá 100 þúsund krónur hver.