Um hálfþrjú í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um líkamsárás í Breiðholti þar sem tveir menn veittu manni áverka. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom en árásarþoli telur sig þekkja mennina. Árásarþola var ekið á bráðadeild til aðhlynningar en ekki er vitað hvaða áverka hann hlaut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Lögreglan stöðvaði sex ökumenn sem voru undir áhrifum í gær. Tveir þeirra hafa ítrekað ekið eftir að hafa verið sviptir ökuréttindum.

Klukkan hálfátta voru höfð afskipti af ofurölvi manni við Barónsstíg, en maður var vistaður í fangageymslu sökum ástands síns.