Bílar

Tveir rafmagns-Subaru í Genf

Bílaframleiðandinn Subaru hefur ekki verið þekktur fyrir að vopna bíla sína rafmagnsmótorum og hefur látið hefðbundnar boxer-brunavélar duga hingað til. Á því verður greinilega breyting á næstunni.

Kannski verður þetta merki algengari sjón á bílum Subaru.

Bílaframleiðendur eru farnir að hita upp fyrir komandi bílasýningu í Genf í byrjun mars og keppast við að láta uppi hvað þeir ætla að sýna á pöllunum þar. Einn þeirra, þ.e. Subaru, hefur ekki verið þekktur fyrir að vopna bíla sína rafmagnsmótorum og hefur látið hefðbundnar boxer-brunavélar duga hingað til. Á því verður breyting á næstunni því Subaru ætlar að kynna ekki bara einn heldur tvo af bílum sínum með rafmagnsmótora til aðstoðar brunavélunum. Ekki kemur þó fram úr herbúðum Subaru hvaða bílgerðir er um að ræða, né heldur hvort að bílarnir verði tengiltvinnbílar eða Hybrid-bílar þar sem raforkan er eingöngu fengin með hemlunarorku bílanna. 

Subaru hefur reyndar áður kynnt Hybrid bíla en árið 2013 kynnti Subaru til leiks XV Hybrid bíl í Japan og í Bandaríkjunum og Subaru kynnti einnig tengiltvinnbílinn Crosstrek Hybrid í Bandaríkjunum í fyrra. Nú gæti verið komið að því að Subaru kynni aðra tvo nýja bíla sína með rafmagnsmótorum fyrir Evrópumarkaði eða alla þá markaði sem Subaru selur á. Subaru hefur reyndar látið hafa eftir sér að framtíðarútgáfan af Impreza WRX STI gæti fengið plug-in-hybrid meðferð þar sem 2,5 lítra vélin sem í honum er standist ekki nýjar mengunarreglur og því sé eina leiðin að vopna hann rafmagnsmótorum að auki í því augnamiði að ná niður eyðslu hans. Allt kemur þetta þó í ljós í byrjun mars þegar hurðirnar opnast í Genf.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Honda lokar verksmiðju í Bretlandi

Bílar

Rolls Royce hefur ekki undan að framleiða Cullinan

Bílar

Framleiðslu Opel Cascada hætt í sumar

Auglýsing

Nýjast

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

Auglýsing