Tveir prestar þjóð­kirkjunnar hafa verið sendir í leyfi á meðan mál þeirra eru í vinnslu. Þeir voru sendir í leyfi síðast­liðinn desember að beiðni teymis þjóð­kirkjunnar, sam­kvæmt frétt Morgun­blaðsins. Rúv fjallaði einnig um málið fyrr í mánuðinum.

Þjóð­kirkjan vinnur úr niður­stöðum teymisins en hefur ekki að­komu að störfum þess. Teymið var sett upp sam­kvæmt starfs­reglum sem kveða á um að­gerðir gegn ein­elti, kyn­­ferðis­­legri á­reitni, kyn­bund­inni á­reitni, of­beldi og um með­ferð kyn­­ferðis­brota inn­an þjóð­kirkj­unn­ar.

Þrír full­trúar eru í teyminu sem skipað var af Kirkju­ráði: Bragi Björns­­son, lög­maður og for­maður teymisins, Ragna Björg Guð­brands­dótt­ir, fé­lags­ráð­gjafi og vara­­for­maður, og Karl Ein­ars­­son geð­lækn­ir. Teymið veitir ekki upp­lýsingar um efni eða stöðu ein­stakra mála.