Innlent

Tveir nýir í sjö manna stjórn VR

Kosningu til stjórnar VR lauk í hádeginu í dag. Fimm endurnýjuðu umboð sitt í stjórninni en tveir nýir koma inn.

Fimm stjórnarmeðlimir endurnýja umboð sitt hjá VR. Fréttablaðið/Ernir

Niðurstöður liggja fyrir í kosningu til stjórnar innan VR, en henni lauk kl. 12 á hádegi. Greidd atkvæði voru 3.345 talsins og á kjörskrá voru 34.980. Kosningaþátttaka var því tæp 10 prósent

Sigríður Lovísa Jónsdóttir (8,03%), Bjarni Þór Sigurðsson (5,63%), Dóra Magnúsdóttir (7,19%), Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir (6,09%) og Ingibjörg Ósk Birgisdóttir (5,88%) endurnýjuðu umboð sitt en þeir Arnþór Sigurðsson (4,29%) og Friðrik Boði Ólafsson (4,24%) koma nýir inn í stjórnina sem skipuð er samkvæmt fléttulista.

Eru þau kjörin til tveggja ára en þrír varamenn voru einnig kjörnir til eins árs:

Agnes Erna Estherardóttir
Oddný Margrét Stefánsdóttir
Sigurður Sigfússon

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Mal­bikun á Reykja­nes­braut í dag

Innlent

Vindur og væta í dag en léttir til á morgun

Innlent

Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Dópaður á mótor­hjóli fór yfir á rauðu og olli slysi

Viðskipti

MS semur við KSÍ um skyr

Hm 2018

HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma

Kjaramál

Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar

Skipulagsmál

Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag

Lögreglumál

Ákveða næstu skref í rannsókn

Auglýsing