Tveir nem­end­ur Fjöl­brauta­skól­ans við Ármúla hafa greinst með Covid-19. Um er að ræða vini sem hafa lítið verið í nán­um sam­skipt­um við aðra nem­end­ur og talið nær ómögu­legt að skóla­systkini þeirra eða kenn­ar­ar hafi smit­ast. Þetta kem­ur fram í pósti sem skóla­meist­ari sendi nem­end­um og for­ráðamönn­um fyrr í dag.

Fjór­ir nem­end­ur hafa verið sendir í sóttkví og kennarar sem kenndu nemendunum tveimur.

Skólanum verður lokað fyrir nemendum næstu níu daga en kennsla mun vera rafræn alla næstu viku.

Hér er pósturinn í heild sinni:

Ágætu nem­end­ur og for­ráðamenn.

Komið hef­ur í ljós að tveir nem­end­ur við skól­ann hafa greinst með Covid-19. Um­rædd­ir nem­end­ur tengj­ast vina­bönd­um og hafa lítið verið í nán­um sam­skipt­um við aðra nem­end­ur skól­ans. Skóla­meist­ar­ar hafa um helg­ina unnið í nánu sam­starfi við sótt­varna­yf­ir­völd, þ.m.t. smitrakn­ing­ar­t­eymi al­manna­varna, og unnið er sam­kvæmt þeirra leiðbein­ing­um að úr­vinnslu máls­ins. Vegna þeirra sótt­varna sem viðhafðar hafa verið í skól­an­um er talið nær ómögu­legt að sam­nem­end­ur eða kenn­ar­ar viðkom­andi nem­enda hafi smit­ast en við hvetj­um alla nem­end­ur sem finna til minnstu ein­kenna að hafa sam­band við www.heilsu­vera.is til að bóka skimun.

Líkt og áður hef­ur komið fram í pósti fer kennsla fram í fjar­námi í Teams sam­kvæmt stunda­töflu í næstu viku. Við minn­um á að all­ir þurfa að mæta í þess­ar Teams-kennslu­stund­ir, svo og fylgj­ast vel með skila­boðum sem kunna að koma frá kenn­ur­um í ein­staka áföng­um. Þar sem skól­an­um verður lokað fyr­ir nem­end­um í níu daga (helg­ar meðtald­ar) eru góðar lík­ur á því að við náum að koma í veg fyr­ir frek­ari út­breiðslu á þessu ein­staka smiti og þar með get­um við hafið eðli­legt skólastarf að nýju sem allra, allra fyrst. 

Við hvetj­um nem­end­ur til að stunda námið af kappi og fylgj­ast vel með frétt­um frá skól­an­um næstu daga.

Með góðri kveðju,

Magnús Ingva­son, skóla­meist­ari,

Kristrún Birg­is­dótt­ir, aðstoðarskóla­meist­ari.