Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, hefur sett á lag­gir tveggja milljarða króna sjóð sem ætlað er að ýta undir öflugt sam­starf allra há­skóla á Ís­landi.

Það kemur fram í til­kynningu frá ráðu­neytinu og að allt að einum milljarði króna verður út­hlutað strax á þessu ári, 2022, og sam­bæri­legri upp­hæð árið 2023.

Aug­lýst verður eftir um­sóknum um styrki úr sjóðnum á næstu vikum en við út­hlutun verður, meðal annars, litið til sam­starfs um aukin gæði há­skóla­náms, ekki síst á meistara- og doktors­stigi, þar sem nem­endur geta tekið í auknum mæli á­fanga í fleiri en einum há­skóla og kennarar kennt við fleiri en einn há­skóla. Þá verur litið til fjár­mögnunar á þróun og inn­leiðingu sam­eigin­legrar inn­ritunar­gáttar há­skólanna í gegnum Is­land.is, líkt og kynnt var í ágúst og til þess að auka sam­starf um stjórn­sýslu og stoð­þjónustu skólanna með það að mark­miði að draga úr yfir­byggingu.

„Ís­land er fá­mennt land og því hefur verið haldið fram að við séum of fá til að reka sjö há­skóla. Ég hef hvatt skólana til að skoða aukið sam­starf sín á milli og jafn­vel sam­einingar sem mér finnst mikil­vægt að þeir eigi frum­kvæði að. Sam­starf há­skóla, þvert á lands­hluta og rekstrar­form hefur vaxið mjög á undan­förnum árum. Ég vil sjá há­skólana ganga enn lengra enda tel ég nánast úti­lokað að há­skóla­nemar hér á landi fái menntun á heims­mæli­kvarða nema skólarnir taki höndum saman,“ segir Ás­laug Arna í til­kynningu en að hennar sögn er sjóðurinn hennar við­leitni til að ýta undir ný­sköpun og fram­farir á þessu skóla­stigi. Öflugt sam­starf sé for­senda aukinna gæða há­skóla­náms á Ís­landi.

Sam­starfs­sjóðurinn er þegar fjár­magnaður undir safn­lið innan mál­efna­sviðs 21 – Há­skóla­stig í fjár­lögum. Með því að ráð­stafa fram­lögum af safn­liðnum í gegnum Sam­starfs­sjóðinn verður fjár­mögnun á há­skóla­stigi gagn­særri en áður og efnt til sam­keppni um um­bóta­verk­efni í meira mæli en áður. Þess er vænst að há­skólarnir sýni frum­kvæði í greiningu á sam­starfs­mögu­leikum sín á milli og sjálf­stæði í vali verk­efna sem styðja við ný­sköpun og fram­farir á há­skóla­stigi. Þá mun Sam­starfs­sjóðurinn styðja við á­herslur ríkis­stjórnarinnar um ein­földun stofnana­kerfisins með það að mark­miði að það verði burðugra, sveigjan­legra og hag­kvæmara.

Nánar um málið hér á vef stjórnarráðsins.