Tveir ljónheppnir lottóleikmenn voru þeir báðir með tölur réttar í Lottói kvöldsins. Báðir voru miðahafarnir í áskrift og unnu þeir hvor um sig rúmar 8.3 milljónir. 

Þá fékk einn miðahafi allar jókertölur kvöldsins réttar og vann tvær milljónir króna. Sá miði var keyptur í Schellskálanum á Þorlákshöfn. 

Að lokum fengu þrír lukkulegir bónusvinning upp á tæpar 130 þúsund króna. Miðarnir voru keyptir í Mini Market á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og Happahúsinu í Kringlunni, en þriðji miðinn var í áskrift.