Tveir lögreglumenn sem reyndu að stöðva mótmælendur í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn hafa tekið eigið líf. Þetta kom fram í máli Roberts Contee, starfandi lögreglustjóra Washington D.C. á fundi með þingmönnum í dag.

Einn lögreglumaður, Brian Sicknick, lést í árásinni á þinghúsið, var hann barinn af mótmælendum þegar þeir brutu sér leið inn í þinghúsið til að freista þess að snúa við niðurstöðum bandarísku forsetakosninganna. Alls létust fimm í árásinni.

Contee sagði að Howard Liebengott hafi tekið eigið líf skömmu eftir árásina. Þá hafi Jeffrey Smith einnig tekið eigið líf.

„Við heiðrum störf og fórnir lögreglumannanna Brian Sicknick, Howard Liebengood og Jeffery Smith, og sendum samúðarkveðju til ástvina þeirra,“ sagði Contee. „Kostnaðurinn af þessari árás, bæði í fólki og peningum, er mjög hár.“

Alríkisyfirvöld hafa ákært meira en 150 manns fyrir aðild sína að árásinni á þinghúsið. Enginn hefur enn verið ákærður í tengslum við dauða Sicknick.