Tveir lög­reglu­menn hjá em­bætti lög­reglunnar á Norður­landi eystra eru nú í sótt­kví eftir að hafa verið í sam­skiptum við smitaðan ein­stak­ling á meðan þeir voru við há­lendis­eftir­lit norðan við Vatna­jökul. Þetta kemur fram í frétt Vísir.is

Lög­reglu­mennirnir hafa verið í sótt­kví síðustu daga en ekki greinst með veiruna.

Fjórir greindust með inn­­lent kórónu­veiru­­smit síðasta sólar­hringinn. Tveir greindust á sýkla- og veiru­­fræði­­deild Land­­spítala og aðrir tveir hjá Ís­­lenskri erfða­­greiningu.

Tvö smit til við­bótar greindust þá í landa­­mæra­skimun en beðið er eftir mót­efna­­mælingu frá þeim.