Tveir lög­reglu­menn voru fluttir á slysa­deild til skoðunar í gær­kvöld og nótt eftir að hafa verið bitnir þegar þeir voru við störf, sam­kvæmt dag­bók lög­reglunnar.

Á hálfum sólar­hring, frá klukkan fimm að kvöldi til klukkan fimm um morgun, sinnti lög­reglan sjö líkams­á­rásum. Kona var hand­tekin fyrir líkams­á­rás á skemmti­stað og karl­maður var hand­tekinn fyrir líkams­á­rás í mið­bænum þar sem hann er talinn hafa sparkað í höfuð liggjandi manns.

Tveir karl­menn voru hand­teknir í að­skildum til­vikum fyrir að stofna til slags­mála í mið­bænum og neita að segja til nafns þegar lög­reglu bar að.

Þá var einn karl­maður hand­tekinn fyrir ó­sæmi­lega hegðun við í­þrótta­svæðið í Laugar­dal og sex öku­menn voru hand­teknir fyrir akstur undir á­hrifum vímu­efna.

Tíu manns voru vistaðir í fanga­klefum í nótt en þrátt fyrir eril þá segir í dag­bókinni að nokkuð færri hafi verið úti að skemmta sér í gær­kvöldi heldur en undan­farnar helgar.