Nissan Motor Co. hefur einnig sagt að tvær gerðir raf bíla verði framleiddar í nýrri verksmiðju merkisins í Mississippi. Annar þeirra er Nissan Ariya sem kominn er á markað, og að sögn stjórnarmanns hjá Nissan mælir allt með að rafdrifin útgáfa Frontier-pallbílsins komi næst. Litlir pallbílar henta vel sem rafbílar þar sem þeir eru minni og þar af leiðandi léttari, en einnig er auðveldara að gera þá straumlínulagaðri. Síðast en ekki síst elska bandarískir kaupendur pallbílaformið enda vinsælustu bílar þar ár eftir ár.
Chevrolet S10 pallbíllinn er seldur í SuðurAmeríku en rafdrifin útgáfa hans gæti komið frá GM.
Tveir bílaframleiðendur eru með áform um framleiðslu á litlum, rafdrifnum pallbílum. Hjá General Motors hefur talsmaður merkisins, Stuart Fowle, látið hafa eftir sér að lítill pallbíl með rafmótor sé á teikniborðinu þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun um framleiðslu ennþá.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir