Tveir létust af völdum Covid-19 á Landspítalanum í nótt. Landspítalinn greinir einnig frá þessu á vef sínum.

Víðir Reynisson, hjá almannavörnum segir í samtali viðVísi að hvorugur hinna látnu var á Landakoti en annar þeirra tengist hópsmitinu þar. Báðir voru á níræðisaldri.

Nú hafa fimmtán látist vegna Covid-19 hér á landi í kórónuveirufaraldrinum alls fimm í þessari bylgju faraldursins.