Tveir létu lífið eftir al­var­legan á­rekstur bif­hjóls og hús­bíls á Vestur­lands­vegi á Kjalar­nesi á fjórða tímanum í dag. Þeir sem létust voru öku­maður og far­þegi á bif­hjólinu.

Bif­hjólið og hús­bíllinn voru að koma úr gagn­stæðri átt þegar bif­hjólið rann á sleipum vegar­kafla og endaði framan á bílnum.

Annað bif­hjól kom að­vífandi þegar á­reksturinn varð og missti öku­maður þess stjórn á hjólinu og féll af því. Hann var fluttur á Land­spítalann til að­hlynningar og er líðan hans eftir at­vikum.

Slysið átti sér stað á vegar­kafla á milli Grundar­hverfis á Kjalar­nesi og Hval­fjarðar­­ganga þar sem ný­lagt mal­bik var nokkuð sleipt eftir rigningu að sögn Ás­­geirs Þórs Ás­­geirs­­sonar, yfir­­lög­­reglu­­þjóns.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu og rann­sóknar­nefnd sam­göngu­slysa rann­saka til­drög slyssins.