Tveir leikarar sem voru við tökur á nýrri leikinni Net­flix-þátta­röð létust þegar bif­reið sem þeir voru far­þegar í lenti utan vegar og fór nokkrar veltur. Sex aðrir slösuðust í slysinu.

USA Today greinir frá þessu en slysið átti sér stað á Baja Cali­fornia-skaga í Mexíkó á fimmtudag. Mennirnir sem létust hétu Ray­mundo Garduno Cruz og Juan Francisco Gonzá­lez Agu­ilar, betur þekktur sem Paco Mu­fot­e.

Hópurinn hafði verið við tökur á Net­flix-þáttunum The Chosen One þegar slysið varð. Ekki liggja fyrir upp­lýsingar um hvort aðrir í bif­reiðinni hafi slasast mikið en á­kveðið hefur verið að fresta fram­leiðslu þáttanna um ó­á­kveðinn tíma vegna slyssins.

Rann­sókn á til­drögum slyssins stendur yfir og beinist hún meðal annars að því hvort bíl­stjórinn hafi sofnað undir stýri eftir langa vinnu­daga að undan­förnu.