Að minnsta kosti tveir hafa látist eftir skot­á­rás í borginni Halle í austur­hluta Þýska­lands en þetta kemur fram í frétt BBC.

Sagt er að á­rásin hafi átt sér stað ná­lægt bæna­húsi gyðinga en það hefur ekki verið stað­fest opinberlega. Vitni segjast hafa séð mann klæddan lögreglufötum kasta handsprengju inn í kirkjugarð.

Annað vitni greindi frá því að maður með hríðskotariffil hafi byrjað að skjóta fólk á kebab veitingastað eftir að hafa kastað handsprengju inn á staðinn.

Að sögn vitna var einn árásarmaður klæddur felu­litum og hafði í fórum sínum tölu­verðan fjölda vopna.

Þá var tilkynnt um aðra skotárás í Landsberg, sem er í kringum fimmtán kílómetra frá Halle, en ekki er vitað hvort árásirnar tengjast.

Einn maður er í haldi lögreglu en talið er að aðrir sem liggi undir grun hafi tekist að flýja undan. Lög­reglan ráð­leggur fólki að yfir­gefa ekki heimili sín.

Fréttin hefur verið uppfærð.