Tveir eru látnir eftir að rúss­nesk flug­skeyti hæfðu byggingar í Zap­hiriz­hzia í suður­hluta Úkraínu. Fjöldi bygginga og húsa eru í rúst í kjöl­far nýjustu á­rásar Rússa. The Guardian greinir frá.

Vitni segja að flug­skeytin hafi hæft byggingar í út­hverfi Zap­horiz­hzhia, en Úkraínu­menn náðu þó að skjóta ein­hver flug­skeyti niður. Yfir­völd hvetja fólk að halda sig í skjóli, en búist er við frekari á­rásum í dag.

Ríkis­rekna orku­fyrir­tækið Ukrener­go segir að mikil­vægir orku­inn­viðir hafi orðið fyrir skemmdum og valdið raf­magns­leysi víða um Úkraínu, en The Guar­dian segir að það sé raf­magns­laust í borginni Sumy í kjöl­far á­rásarinnar.

Yfir­menn í Úkraínska hernum telja að Rússar séu að ráðast á inn­viði landsins fyrir veturinn, sem gæti gert Úkraínu­mönnum erfitt fyrir.

Þá hefur lög­reglan í Mol­dóvíu fundið brot úr flug­skeyti við landa­mæri Úkraínu.