Tveir eru látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu byggingar í Zaphirizhzia í suðurhluta Úkraínu. Fjöldi bygginga og húsa eru í rúst í kjölfar nýjustu árásar Rússa. The Guardian greinir frá.
Vitni segja að flugskeytin hafi hæft byggingar í úthverfi Zaphorizhzhia, en Úkraínumenn náðu þó að skjóta einhver flugskeyti niður. Yfirvöld hvetja fólk að halda sig í skjóli, en búist er við frekari árásum í dag.
Ríkisrekna orkufyrirtækið Ukrenergo segir að mikilvægir orkuinnviðir hafi orðið fyrir skemmdum og valdið rafmagnsleysi víða um Úkraínu, en The Guardian segir að það sé rafmagnslaust í borginni Sumy í kjölfar árásarinnar.
Yfirmenn í Úkraínska hernum telja að Rússar séu að ráðast á innviði landsins fyrir veturinn, sem gæti gert Úkraínumönnum erfitt fyrir.
Þá hefur lögreglan í Moldóvíu fundið brot úr flugskeyti við landamæri Úkraínu.
Russian missile shot down over Kyiv. #Kyiv #Ukraine pic.twitter.com/LqjH7JBTyE
— (((Tendar))) (@Tendar) December 5, 2022