Tveir menn létust á heiðurs­tón­leikum ABBA hljóm­sveitarinnar í Upp­sölum í Sví­þjóð í gær­kvöldi.

Mennirnir voru á ní­ræðis- og sjö­tugs­aldri. Eldri maðurinn datt af svölum tón­leika­hallarinnar niður í and­dyrið þar sem fólk beið í röð eftir að komast inn um 30 mínútum áður en tón­leikar áttu að hefjast.

Að sögn tals­manns lög­reglu lenti maðurinn á tveimur ein­stak­lingum, manni og konu. Konan er á sex­tugs­aldri og slapp með minni­háttar meiðsl.

Þá er ekki vitað um til­drög slyssins. Er ekki talið að það hafi borið að með sak­næmum hætti.

Um þúsund manns voru á staðnum þegar at­vikið átti sér stað og var tón­leikunum af­lýst í kjöl­farið.

Sænska frétta­stöðin SVT greindi frá.