Tveir menn létust á heiðurstónleikum ABBA hljómsveitarinnar í Uppsölum í Svíþjóð í gærkvöldi.
Mennirnir voru á níræðis- og sjötugsaldri. Eldri maðurinn datt af svölum tónleikahallarinnar niður í anddyrið þar sem fólk beið í röð eftir að komast inn um 30 mínútum áður en tónleikar áttu að hefjast.
Að sögn talsmanns lögreglu lenti maðurinn á tveimur einstaklingum, manni og konu. Konan er á sextugsaldri og slapp með minniháttar meiðsl.
Þá er ekki vitað um tildrög slyssins. Er ekki talið að það hafi borið að með saknæmum hætti.
Um þúsund manns voru á staðnum þegar atvikið átti sér stað og var tónleikunum aflýst í kjölfarið.