Tveir Ís­lendingar eru gæslu­varð­haldi í Dan­mörku eftir al­var­lega líkams­á­rás á ís­lenskan mann í hús­bíl. Á­rásin átti sér stað á laugar­dags­morgun á Rødhus Klit Camping tjald­stæðinu ná­lægt Ála­borg á Jót­landi.

Þolandi á­rásarinnar er 56 ára karl­maður og sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er hann þungt haldinn á Há­skóla­sjúkra­húsinu í Ála­borg. En á­rásin var gerð eftir mis­heppnaða ráns­til­raun og var maðurinn kýldur í hann sparkað marg­oft. Þá var hann einnig skorinn með egg­vopni í and­litið og í hand­legg og fót­legg vinstra megin.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er manninum haldið sofandi og í öndunar­vél, með mörg bein­brot. Þar á meðal á brot höfuð­kúpu, kjálka og rif­beinum og al­var­lega á­verka á lungum.

Sam­kvæmt Stephen Peder­sen hjá lög­reglunni á Norður Jót­landi var á­rásin það al­var­leg að lífi mannsins var ógnað.

Hinir grunuðu, sem eru 43 og 46 ára gamlir, voru hand­teknir á tveimur mis­munandi stöðum á laugar­dag. Þeir verða í gæslu­varð­haldi til 2. septem­ber næst­komandi en hafa báðir neitað sök í málinu.