Hvorki fyrsti né annar vinningur gengu út í Viking lotto í kvöld en fyrir fyrsta vinning fengust rúmar 480 milljónir króna.

Tveir Ís­lendingar fengu þriðja vinning og fær hvor í sinn hlut rétt tæpar 700 þúsund krónur. Annar miðinn var í á­skrift en hinn var keyptur í Mosó grilli í Há­holti í Mos­fells­bæ.

Enginn var með allar tölur réttar í Jókernum en fimm voru með fjórar tölur í réttri röð. Þeir fá 100 þúsund krónur í sinn hlut hver. Tveir miðanna voru í á­skrift, einn var keyptur í lottó-appinu en hinir tveir í Sölu­turninum Hraun­bergi og í Ungó við Hafnar­götu í Reykja­nes­bæ.