Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þá reyndust fjórtán skipverjar Valdimars GK vera smitaðir af kórónuveirunni en grunur um smit kom upp fyrir helgi. Skipið kom í land í Njarðvík í gærmorgun.

Aðgerðarstjórn á Austurlandi greinir frá því að síðasta höfn skipsins hafi verið á Djúpavogi, þriðjudaginn 22. september síðastliðinn og að einhverjir skipverjar hafi þá farið í land.

Þegar smit greindist um borð fór smitrakning í gang á Djúpavogi og eru tveir einstaklingar þar nú í sóttkví. Hvorugur er með einkenni smits.
Aðgerðastjórn á Austurlandi hvetur af þessum sökum íbúa á Djúpavogi til að gæta sérstaklega að smitvörnum næstu viku og vera vakandi fyrir einkennum. Verði einkenna vart að halda sig heima og hringja í heilsugæsluna eða síma 1700 til að fá leiðbeiningar um þörf á sýnatöku. Þá eru einstaklingir hvattir til að gæta fjarlægðar í minnst tvær vikur eða til 6. október.

Þá segir að miðað við tímann sem hefur þegar liðið án smits standa vonir til að ekkert smit hafi borist í land. Enn geti þó brugðið til beggja vona og mikilvægt að íbúar í sameiningu treysti varnirnar líkt og gert hefur verið til þessa.

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19 Í gær, sunnudag, greindist COVID-19 smit hjá skipverjum á...

Posted by Lögreglan á Austurlandi on Monday, 28 September 2020