Óprúttnir aðilar reyndu að ræna hraðbanka í Kópavogi í nótt. Tilkynning var um eignaspjöll á hraðbanka klukkan sjö í morgun. Hraðbankinn var skemmdur en aðilarnir höfðu reynt að komast í innihalds bankans. Málið er í rannsókn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Lögreglan hefur haft í nógu að snúast í dag.

Annar hraðbanki sem er skemmdur í vikunni. Slökkvilið var kallað út í fyrradag vegna elds í hraðbanka í verslunarhúsnæði á Bíldshöfða.
Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kviknaði í bát við bryggju í Hafnarfirði um hádegisbil í dag. Að sögn lögreglu kviknaði eldurinn út frá rafkerfi í vélarrými bátsins. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar mættu.

Tilraun til ráns með leikfangabyssu

Lögreglan handtók ungan mann í annarlegu ástandi sem reyndi að ræna lyfjaverslun í miðbæ Reykjavíkur.

Tilkynning varst lögreglu um tilraun til ráns í dag klukkan 14:40. Maðurinn hafði ógnað starfsmönnum með byssu, sem síðar reyndist vera leikfangabyssa. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Maðurinn reyndu að ræna lyfjaverslunina með leikfangabyssu.

Karlmaður var handtekinn í Múlunum grunaður um brot á vopnalögum en hann hafði ógnað öðrum með eggvopni. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu og var síðan laus að lokinni skýrslutöku.