Innlent

Tveir hópar mótmæltu á Austurvelli

Enn er mótmælt á Austurvelli. Tæp vika er frá því mótmæli flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hófust á Austurvelli. Í dag boðaði Íslenska þjóðfylkingin mótmæli gegn þeim.

Nokkur hundruð mótmælendur voru saman komnir á Austurvelli í dag.

Samstöðuskemmtun gegn kynþáttahatri hófst á hádegi í dag. Eru þau hluti af mótmælum flóttafólks sem staðið hafa í tæpa viku. Klukkan eitt bættist svo Íslenska þjóðfylkingin í leikinn sem mótmælti mótmælum flóttafólks. Töluvert fjölmennara var á samstöðuskemmtuninni og voru nokkur hundruð saman komin á Austurvelli þegar mest var. 

Sjá einnig: Ó­geðs­legt að mót­mæla minni­hluta­hópum

Gista á Austurvelli í mótmælaskyni

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa nú í tæpa viku, með aðstoð hópsins No borders og annarra, staðið fyrir mótmælum gegn aðstöðu flóttafólks hér á landi. Með mótmælunum vonast hópurinn eftir áheyrn stjórnvalda og vill að fimm kröfum sínum verði mætt. 

Sjá einnig: „Þetta er ekkert líf“

Kröfurnar snúa meðal annars að því að fá að vinna, að allir fái réttláta málsmeðferð og að búsætuúrræði Útlendingastofnunar í Ásbrú verði lokað. Í síðustu viku færðist hiti í mótmælin, þegar lögregla taldi mótmælendur ætla að kveikja eld á Austurvelli og beitti piparúða gegn mótmælendum ásamt því að handtaka tvo. 

Sjá einnig: Lög­regla beitti pipar­úða gegn mót­mælendum

Var lögreglan gagnrýnd fyrir óþarfa harðræði í kjölfarið og hefur ekki komið aftur til átaka.  Í kjölfarið boðaði Íslenska þjóðfylkingin til þögulla mótmlæa gegn „ofbeldi hælisleitenda gagnvart íslensku samfélagi og lögreglunni.“

Hljómsveitin Stormy Daniels tróð upp á Austurvelli í dag. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Mótmælin í dag hafa farið friðsamlega fram og eru mótmælendur enn á Austurvelli. Þar fara ýmis tónlistaratriði og ræðuhöld fram og munu þau standa fram eftir kvöldi. Leiða má líkur að einhverjir mótmælendur munu gista á Austurvelli í nótt líkt og síðustu nætur. 

Íslenska þjóðfylkingin boðaði til mótmæla í vikunni. Hópurinn stóð upp við Alþingi, en hinir mótmælendur voru á Austurvelli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tjalda á Austur­velli og bíða stjórn­valda

Innlent

Fjöldi mótmælenda gisti á Austurvelli

Innlent

Mót­mæla við Út­lendinga­stofnun: „Haldið í ein­angrun“

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Auglýsing