Tveir hafa verið hand­teknir fyrir að stela fjúkandi peninga­seðlum af hrað­braut í Kali­forníu eftir að bryn­varinn bíll fullur lenti á­rekstri við vöru­bíl. Bryn­varði bílinn var fullur af peninga­seðlum og flugu nokkrir pokar af seðlum úr bílnum og opnuðust með þeim af­leiðingum að seðlar flugu um allt.

Al­gjör glund­roði myndaðist á hrað­brautinni Instersta­te 5 ná­lægt San Diego eftir á­reksturinn og fóru fjöl­margir öku­menn úr bílum sínum til að týna upp seðla af götunni. Sam­kvæmt AP frétta­veitunni stað­næmdist öll um­ferð og liðu um tveir tímar frá á­rekstrinum þangað til lög­reglan hafði náð tökum á slysstað.

Á­reksturinn átti sér stað klukkan korter yfir níu að morgni til á föstu­daginn en sam­kvæmt San Diego Union-Tri­bu­ne náði lög­reglan ekki tökum á slysstað fyrr en rétt yfir 11 og voru tveir hand­teknir á staðnum.

Sam­kvæmt AP var um tuttugu eða eins dollara seðla að ræða.

„Það er nóg af mynd­bands­ sönnunar­gögnum af fólki að stela peningnum,“ sagði yfir­lög­reglu­þjónninn Curtis Martin í sam­tali við fjöl­miðla á svæðinu á föstu­daginn.