Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu skoðar nú mál tveggja er­lendra verka­manna sem grunaðir eru um brot á sótt­kví. Lög­reglu var til­kynnt um kvöld­matar­leytið í gær að mennirnir hefðu verið á ferðinni meðal fólks en þeir ættu að vera í sótt­kví til 11. októ­ber næst­komandi. Að sögn lög­reglu er málið í skoðun.

Lög­regla hafði um svipað leyti í gær af­skipti af manni sem var ofur­ölvi í Laugar­dalnum. Var maðurinn til ama við spar­kvöll þar sem ung­lingar voru að leik. Hann gat ekki fram­vísað skil­ríkjum né gefið upp kenni­tölu og var hann vistaður sökum á­stands í fanga­geymslu lög­reglu.

Þá var lög­reglu til­kynnt um rúðu­brot í Háa­leitis- og Bú­staða­hverfi rétt fyrir klukkan átta í gær­kvöldi. Meintur gerandi var hand­tekinn skammt frá, en sá var í mjög annar­legu á­standi og með skurð á hendi sem blæddi úr. Hann var færður á slysa­deild þar sem saumuð voru nokkur spor í hönd hans. Hann var síðan vistaður í fanga­geymslu vegna rann­sóknar málsins.