Fjölda mynda­véla var stolið þegar tveir grímu­klæddir menn brutust inn í ljós­mynda­vöru­verslun í austur­borginni í nótt. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu. Málið er í rann­sókn.

Þá var til­kynnt um hugsan­lega vímaðan öku­mann. Er lög­regla kom auga á bif­reiðina varð stutt eftir­för þar sem öku­maður sinnti ekki stöðvunar­merkjum lög­reglu. Í botn­langa götu hlupu karl og kona úr bif­reiðinni en voru síðan hand­tekin skömmu síðar. Kom í ljós að bif­reiðin var stolin og öku­maður vímaður.

Þrír voru vistaðir í fanga­geymslu í nótt. Fjórir grunaðir um akstur undir á­hrifum á­fengis/fíkni­efna. Alls voru 72 mál bókuð frá kl. 17 til 05 í nótt.