Tveir greindust með COVID-19 innanlands í gær og voru báðir í sóttkví við greiningu.
Aðeins einn greindist í landamæraskimun en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar.
Alls eru 59 einstaklingar með virkt smit og í einangrun. 53 eru nú í sóttkví og fækkar þeim um rúmlega helming frá því í gær. 842 eru í skimunarsóttkví.
Í gær voru tekin 1.437 sýni innanlands, töluvert fleiri en undanfarna daga. 233 sýni voru tekin á landamærum.
Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa, undanfarnar tvær vikur er 9,3 líkt og í gær. Nýgengi landamærasmita heldur áfram að lækka og er nú 12,3.
Fréttin hefur verið uppfærð.