Tveir greindust með kórónaveiruna innanlands í gær en þetta kemur fram í bráðabirgðartölum almannavarna. Báðir sem greindust voru í sóttkví. Um er að ræða annan daginn í röð sem enginn greinist utan sóttkvíar.

Enginn greindist á landamærunum og er það í fyrsta sinn sem enginn greinist þar frá 5. maí síðastliðnum.

Líkt og áður segir er um bráðabirgðartölur að ræða en síðan covid.is er ekki uppfærð um helgar. Ekki liggur því fyrir hversu margir eru nú í sóttkví eða einangrun en tölurnar verða næst uppfærðar á mánudaginn.