Tvö já­kvæð CO­VID-19 smit hafa greinst innanlands frá því á fimmtudag, einn greindist á fimmtu­dag og einn á laugar­dag. Báðir ein­staklingar voru utan sótt­kvíar.

Hjör­dís Guð­munds­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi al­manna­varna, segir bæði smitin tengjast landa­mærunum.

28 manns eru nú í ein­angrun, en þeir voru 24 á fimmtu­dag. 80 manns eru í sótt­kví, en voru 86 á fimmtu­dag. 2064 manns eru í skimunar­sótt­kví. Einn liggur á sjúkra­húsi vegna CO­VID-19, sami fjöldi og var í síðustu viku.

Alls hafa átta manns greinst já­kvæðir á landa­mærum síðan á fimmtu­dag.