Tveir íbúar á Akureyri voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í húsi í Síðuhverfinu.

Lögreglan fékk tilkynningu um eldinn um hádegisbil í dag en á sama tíma varð slys í Hrísey þegar ökumaður féll af dráttarvél og varð undir henni.

Kviknað hafði í mat á pönnu sem hafið staðið á eldavél. Engan eld var að sjá þegar lögregla og slökkvilið mætti á vettvang. Þá þurfti að reykræsta þar sem talsverður reykur var í íbúðinni.