Jepp­lingur og vöru­bíll rákust saman á Ný­býla­vegi á níunda tímanum í morgun. Að sögn Guð­jóns Guð­jóns­sonar, inni­varð­stjóra slökkvi­liðsins á höfuð­borgar­svæðinu, voru tveir fluttir á slysa­deild.

„Ég veit ekki alveg hversu slasað fólkið er, en það virtist ekki vera al­var­legt, að minnsta kosti við fyrstu sýn. Það var smá klippi­vinna og þurfti að draga bíl þarna frá opna fyrir til þess að ná öku­manni út,“ segir Guð­jón.

Tveir slökkvi­bílar, þrír sjúkra­bílar og lög­regla mættu á vett­vang og segir Guð­jón að ein­hverjar um­ferðar­tafir hafi orðið vegna slyssins.

„Það er smá vinna þarna í gangi enn þá. Sjúkra­bílarnir eru farnir af vett­vangi, en slökkvi­bílarnir eru þarna enn þá og það er verið að hreinsa upp og bíða eftir að fá bíla til að flytja skemmda bílinn af staðnum,“ segir Guð­jón.

Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli