Tveir flóð­hestar í dýra­garðinum í Antwerp, Belgíu, greindust smitaðir með Co­vid-19. Talið er lík­legt að þetta sé í fyrsta sinn sem sjúk­dómurinn greinis hjá tegundinni.

Flóð­hestarnir eru fjór­tán og 41 árs og heita Imani og Hermien. Þeir hafa báðir upp­lifað nef­rennsli vegna sýkingarinnar en engin önnur ein­kenni.

Nokkur önnur dýr hafa þegar greinst með veiruna, meðal annars hundar og kettir, sem og stórir kettir og apar. Svo er frægt að veiran hafi líka greinst í minkum.

Verið er að rann­saka málið, að sögn dýragarðsins, auk þess sem flóð­hestarnir hafa verið settir í ein­angrun tíma­bundið.