Björgunar­sveitin kom tveimur ferða­löngum til að­stoðar þegar þeir voru að ferðast á göngu­skíðum að Fjalla­baki. Þrátt fyrir að vera kaldir og blautir þá voru ferða­langarnir þokka­lega á sig komin.

Í til­kynningu frá Slysa­varna­fé­laginu Lands­björg segir að tjald ferða­langanna hafi gefið sig í því veðri sem geisaði á þessum slóðum og voru þeir orðnir blautir og kaldir.

Björgunar­sveitir frá Hellu og Hvols­velli barst neyðar­kallið og fóru á fjórum bílum og vél­sleða til að að­stoða fólkið. Stað­setning þeirra var rétt norðan Hnausa­polls, skammt frá Land­manna­laugum.

Ferða­langarnir höfðu verið á göngu í tíu daga og nánast komnir á leiðar­enda, þegar veðrið fór að versna. Að sögn Jón Þórs Víg­lundar­son, upp­lýsinga­full­trúa Lands­bjargar var því happ að fólkið hafi ekki dregið að óska að­stoðar, þar sem veðrið versnaði hratt og skyggni minnkaði með tals­verðri snjó­komu.

Ferða­langarnir voru þokka­lega á sig komin en voru fegin að komast í hlýjan bíl björgunar­sveitar og að komast í þurr föt.

Eins og sést var veðrið slæmt þegar björgunarsveitir komu fólkinu til aðstoðar.
Slysavarnafélagið Landsbjörg/Erling Gíslason og Kristjana Margrét Óskarsdóttir