Tveir heppnir Ís­lendingar voru með allar tölur réttar í fyrsta Lottó út­drætti ársins 2020 og fá því rúm­lega 4,9 milljónir króna hvor. Miðarnir voru báður keyptir í gegnum Lottó-appið.

Þá hlutu fjórir miða­eig­endur annan vinning og fengu því 108 þúsund krónur í sinn hlut hvor um sig. Tveir miðar voru keyptir í gegnum Lotto.is en hinir voru í á­skrift.

Enginn var með allar jóker­tölur réttar en tveir voru með fjórar réttar og fá því 100 þúsund krónur í sinn hlut. Báðir miðarnir voru í á­skrift.

Lottó tölur dagsins voru:

6 - 18 - 20 - 28 - 37 - (17)

Jókertölur dagsins voru:

3 - 2 - 8 - 5 - 3