Far­þegar um borð í rútunni sem valt nú síð­degis við Hof­garða skammt norðan við Fagur­hóls­mýri voru ferða­menn að kín­versku bergi brotnir en tveir far­þeganna lentu undir rútunni þegar hún valt, að því er fram kemur á vef RÚV.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá fór þyrla Land­helgis­gæslunnar með fjóra al­var­lega slasaða far­þega á Land­spítalann og lenti hún um hálf sjö­leytið á spítalanum í kvöld en tveir þeirra lentu undir rútunni, eins og áður segir. Allir voru þó með með­vitund þegar þeir komu á Land­spítalann.

32 ferða­menn voru um borð í rútunni auk bíl­stjóra og eru nokkrir með bein­brot eða önnur meiðsl. Oddur Árna­son, yfir­lög­reglu­þjónn á Suður­landi stað­festi í sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í kvöld að farið yrði með þá minna slösuðu á þrjú sjúkra­hús, í Reykja­vík, Sel­fossi og á Akur­eyri, til að deila á­lagi af Land­spítalanum.

Þá bauð á­höfn danska varð­skipsins Vædd­eren fram að­stoð sína á vett­vangi og var með þeirra að­stoð hægt að ferja fimm hjúkrunar­fræðinga auk lækna frá Land­spítalanum á slysstað.

Land­spítalinn til­kynnti í kvöld að gult við­búnaðar­stig hefði tekið gildi vegna slyssins í dag og er biðlað til fólks með minni­háttar á­verka eða veikindi að leita frekar til heilsu­gæslu eða Lækna­vaktar frekar en bráða­deildar í Foss­vogi ef kostur er. Lögreglan á Suðurlandi sendi jafnframt frá sér tilkynningu nú fyrir skemmstu þar sem kemur fram að suðurlandsvegur hafi opnað á ný.

Upp­fært 19:47:

Land­spítalinn í Foss­vogi hefur verið tekinn af gulu við­búnaðar­stigi eftir rútu­slysið, að því er fram kemur í til­kynningu frá spítalanum. Þó er tekið fram að á­lagið sé enn mikið.

Í því ljósi biðja stjórn­endur spítalans fólk með minni­háttar á­verka eða veikindi á­fram að svo sinni að leita frekar til heilsu­gæslu eða Lækna­vaktar frekar en bráða­deildar í Foss­vogi ef kostur er.