Bíll valt í slaufunni á mis­lægum gatna­mótum Miklu­brautar og Sæ­brautar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Tveir voru í bílnum og voru þeir báðir fluttir á slysa­deild.

Að sögn varð­stjóra slökkvi­liðsins virtust þeir sem voru í bílnum ekki mikið slasaðir eftir veltuna en þó nokkuð lemstraðir. Þó­nokkur við­búnaður var á svæðinu í dag en tveir sjúkra­bílar, slökkvi­liðs­bíll og lög­reglu­bíll voru á vett­vangi.

Mbl.is greindi fyrst frá.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglu missti öku­maður bílsins stjórn á honum í slaufunni og keyrði utan í vegrið með þeim af­leiðingum að hann valt. Mikil rigning var þegar slysið varð og vegurinn mjög blautur.