Alls greindust 171 ein­stak­lingur hér á landi með Co­vid-19 í síðustu viku, sem eru heldur færri en hafa verið að greinast undan­farnar vikur. Þetta kemur fram á heima­síðu Em­bættis land­læknis.

Þá kemur fram að hlut­fall já­kvæðra sýna er á­fram hátt og var í síðast­liðinni viku að meðal­tali tuttugu og sex prósent, sem gefur til kynna mikla dreifingu í sam­fé­laginu.

Þá reyndust tæp­lega átta af hverjum tíu rað­greindum sýnum vera ó­mikrón BA.5 af­brigðið og undir­af­brigði þess en rúm­lega tvö af hverjum tíu reyndust vera ó­mikron BA.2 af­brigðið og undir­af­brigði þess.

Alls lögðust 27 ein­staklingar inn á Land­spítala í síðustu viku vegna Co­vid-19. Þrír eru inni­liggjandi á sjúkra­húsinu á Akur­eyri, þar af einn á gjör­gæslu. Þá er einn inni­liggjandi á gjör­gæslu á Land­spítalanum.