Björgunar­sveitir á höfuð­borgar­svæðinu voru kallaðir út um hálf tólf í dag eftir að til­kynnt var um mann í sjónum við Hrak­hólma rétt utan við Álfta­nes en fljót­lega kom í ljós að um tvo menn væri að ræða.

Annar maðurinn var uppi á skeri við Hrak­hólma þegar við­bragðs­aðilar mættu á vett­vang. Hinn hafði rekið í burtu en hann fannst fljótt.

Að því er kemur fram í til­kynningu Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar liggur ekki fyrir hvort mennirnir hafi verið á báti eða kajak eða hvernig það kom til að þeir voru í sjónum.

Mennirnir eru nú báðir komnir í hendur sjúkra­flutninga­manna og virðast vera í góðu á­sig­komu­lagi.