Bíllinn er áhugaverður fyrir nokkrar sakir, en hann mun kosta frá rúmum sex milljónum króna í Kína. Hann er rúmir fjórir metrar að lengd og aðeins 1.300 kg sem þýðir að hann er svipaður í stærð og þyngd og Audi TT. Raf hlaðan er fyrir aftan sætin til að dreifa þyngdinni sem mest en rafmótorar eru við bæði fram- og afturhjól. Hann verður 429 hestöf l og getur komist í hundraðið á aðeins 3,9 sekúndum. Drægi SC-01 er um 500 km samkvæmt NEDC-staðlinum. Bíllinn fer á markað í lok næsta árs í heimalandinu en enn hefur ekkert verið gefið upp hvort hann verði fáanlegur í Evrópu eða Norður-Ameríku.