Bandaríkin munu halda áfram að tala fyrir tveggja ríkja lausn á milli Ísrael og Palestínu. Fyrst þurfi hins vegar að koma á vopnahléi og mikil vinna á sér stað að tjaldabaki til að koma því á.

Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi með Anthony Blinken og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Íslands, í Hörpu nú fyrir skömmu. Ráðherrarnir funduðu kl.10 og hófst blaðamannafundurinn kl. 11:35. Blinken mun í kjölfarið funda með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, kl. 13 og með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, kl. 14. Að þeim fundi loknum fara Blinken og Guðlaugur Þór í heimsókn í Hellisheiðarvirkjum þar sem kynning verður á Carbfix-verkefninu.

187292245_10224209522533208_7088846087824122324_n.jpg

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, kemur til landsins annað kvöld. Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins hefst svo á fimmtudag.

Guðlaugur Þór sagði að ráðherrarnir hefðu átt gott samtal um samband þjóðanna. Blinken tók undir það og sagði Ísland gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að jafnrétti og mannréttindum í heiminum.

Vill hald­a á­fram við­ræð­um frem­ur en að nýta ör­ygg­is­ráð­ið

Blað­a­mað­ur frá Re­u­ters spurð­i Blin­ken um á­kvörð­un Band­a­ríkj­ann­a um að beit­a neit­un­ar­vald­i gegn sam­eig­in­legr­i yf­ir­lýs­ing­u ör­ygg­is­ráðs Sam­ein­uð­u þjóð­ann­a um nauð­syn þess að still­a til frið­ar mill­i Ham­as og Ísra­el. Hann spurð­i enn frem­ur hvern­ig þett­a kæmi sam­an við yf­ir­lýs­ing­ar stjórn­ar Joe Bid­en Band­a­ríkj­a­for­set­a um mik­il­væg­i þess að auka sam­starf við aðr­ar þjóð­ir. Blin­ken sagð­i Band­a­rík­in vinn­a hart að því bak við tjöld­in að still­a til frið­ar og ekki yrði stað­ið í vegi fyr­ir að­gerð­um ör­ygg­is­ráðs­ins sem lík­leg­ar væru til að skil­a ár­angr­i. Það væri ekki raun­in á þess­ar­i stund­u, frek­ar ætti að ræða við þjóð­ir á svæð­in­u til að reyn­a að koma á vopn­a­hlé­i.

Blin­ken sagð­i að væn­leg­ast­a lausn­in til var­an­legs frið­ar fyr­ir botn­i Mið­jarð­ar­hafs væri tveggj­a ríkj­a lausn, sem tryggð­i Ísra­el til­ver­u­rétt sem lýð­ræð­is­legt ríki og að Pal­est­ín­u­menn feng­u sitt ríki sem þeir ættu sann­ar­leg­a rétt á. Hann sagð­i Band­a­rík­in and­snú­in öll­um að­gerð­um sem kom­ið gætu í veg fyr­ir þá lausn. Guð­laug­ur Þór í­trek­að­i að gríð­ar­leg­a mik­il­vægt væri að koma á frið­i mill­i stríð­and­i fylk­ing­a.

Von­ast eft­ir á­fram­hald­and­i sam­starf­i við Rúss­a

Blin­ken var spurð­ur út í orð Lavr­ov um að norð­ur­skauts­svæð­ið væri yf­ir­ráð­a­svæð­i Rúss­a sem önn­ur ríki ættu ekki til­kall til. Hann sagð­i að ef Rúss­ar mynd­u sýna af sér gá­leys­is­leg­a hegð­un hvað þett­a varð­ar þá muni Band­a­rík­in svar­a með við­eig­and­i hætt­i. Blin­ken sagð­ist von­ast til að á­fram­hald yrði á góðu sam­starf­i mill­i ríkj­a Norð­ur­skauts­ráðs­ins um mál­efn­i svæð­is­ins. Rúss­ar héld­u engu að síð­ur á loft­i ó­lög­leg­um kröf­um hvað haf­rétt á svæð­in­u varð­ar og. Band­a­rík­in hefð­u kom­ið því á­leið­is við Rúss­a að far­sæll­a væri að leys­a þau mál á vett­vang­i al­þjóð­legr­ar sam­vinn­u um haf­rétt­ar­mál. Band­a­rísk­i ut­an­rík­is­ráð­herr­ann lýst­i einn­ig yfir á­hyggj­um sín­um að hern­að­ar­upp­bygg­in­u Rúss­a á norð­ur­skaut­a­svæð­in­u.

Guð­laug­ur Þór sagð­i að norð­ur­skauts­svæð­ið væri ekki einsk­is manns land og þar gilt­u al­þjóð­a­lög í sam­ræm­i við samn­ing­a um svæð­ið. Hann sagð­i mik­il­vægt að tryggj­a að svæð­ið væri laust við átök.
Til stendur að Joe Bid­en, Band­a­ríkj­a­for­set­i, og Vla­dim­ír Pút­ín, Rúss­lands­for­set­i, fund­i. Mun slík­ur fund­ur liggj­a fyr­ir á næst­u vik­um. Blin­ken sagð­i ekki hvort Ís­land kæmi til grein­a.

Mót­mælt fyr­ir utan Hörp­u

Nokk­ur fjöld­i að­gerð­ar­sinn­a safn­að­ist sam­an í morg­un fyr­ir utan Hörp­u til að minn­a á mál­stað Pal­est­ín­u­mann­a í ljós­i á­stands­ins á Gaza. Blin­ken gerð­i á­tök­in á mill­i Ísra­el­a og Pal­est­ín­u­mann­a að sínu fyrst­a um­ræð­u­efn­i, sagð­i hann að það væri ósk Band­a­ríkj­ann­a að vopn­a­hlé yrði kom­ið á sem fyrst en að Ísra­el hefð­i all­an rétt á því að verj­a sig fyr­ir eld­flaug­a­á­rás­um af hálf­u Ham­as-sam­tak­ann­a.

187478407_10224209360169149_6921593734814752948_n.jpg