Loka þurfti Hverfis­götu tíma­bundið á gatna­mótum Ingólfs­strætis vegna á­reksturs tveggja bíla rétt í þessu.

Ekkert slys varð á fólki við áreksturinn en bílarnir voru báðir mikið tjónaðir. Þetta staðfestir vakthafandi varðstjóri á umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áreksturinn varð á horni Ingólfs­strætis og Hverfis­götu.

Bílarnir voru staðsettir á miðri götu í einhvern tíma og þvi þurfti lögregla að stjórna umferð á Hverfisgötu um tíma og var annar bílanna fjarlægður af vettvangi, illa farinn að framan.

Fréttin hefur verið uppfærð.