Tveir blaða­menn sem fjölluðu um mót­mælin í kjöl­far for­seta­kosninganna í Hvíta Rúss­landi hafa verið dæmdir í tveggja ára fangelsi vegna málsins en blaða­mennirnir, þær Katerina Andreyeva og Daria Chult­sova, voru hand­teknar síðast­liðinn nóvember þar sem þær voru að streyma frá mót­mælum í borginni.

Fjöl­menn mót­mæli hafa staðið yfir í nokkra mánuði eftir að Alexander Lúka­sjen­kó, for­seti Hvíta-Rúss­lands, hlaut endur­kjör síðast­liðinn ágúst en margir telja að víð­tækt kosninga­svindl hafi þar átt sér stað. Fjöl­margir hafa verið hand­teknir í tengslum við mót­mælin, þar á meðal blaða­menn sem hafa fjallað um málið.

Að því er kemur fram í frétt BBC störfuðu Andreyeva og Chult­sova fyrir pólsku sjón­varps­stöðina Belsat TV en þær voru á­kærðar fyrir að kynda undir mót­mæli í Minsk þann 15. nóvember síðast­liðinn. Mót­mælin sem þær voru að fjalla um voru til stuðnings Roman Bondar­en­ko, aktív­ista sem lést í haldi lög­reglu þann 12. nóvember.

Neituðu sök

Yfir­völd héldu því fram að með því að streyma frá mót­mælunum þann 15. nóvember hafi þær truflað al­mennings­sam­göngur í höfuð­borginni þannig að 13 al­mennings­vagnar töfðust auk þess sem lokað var fyrir leið spor­vagna og raf­línu­strætis­vagna. Talið var að truflunin hafi kostað rúm­lega 11,5 þúsund rúblur, eða um 575 þúsund ís­lenskar krónur.

Andreyeva og Chult­sova neituðu báðar sök fyrir dómi og sagði Andreyeva að fólk hafi þegar verið saman komið áður en þær fóru að sýna frá mót­mælunum. Þá hafi í­búar höfuð­borgarinnar ekki getað horft á streymið þar sem yfir­völd höfðu sama dag lokað fyrir streymið í Minsk.

„Ég lít sem svo á að þetta mál sé til­komið af pólitískum á­stæðum, upp­logið mál frá upp­hafi til enda,“ sagði Andreyeva fyrir dómi. „Ég æsti engan upp, skipu­lagði ekkert, hvatti ekki neinn til að gera neitt,“ sagði Chult­sova fyrir dómi. Fjölmargir hafa mótmælt úrskurðinum og segja yfirvöld vera í herferð gegn fjölmiðlum.