Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tvær tilkynningar um heimilisofbeldi í gærkvöldi. Fyrri tilkynningin barst rétt fyrir níu og eftir hana var einn maður handtekinn sem verður yfirheyrður í dag. Seinni tilkynningin barst skömmu eftir ellefu og þá var tilkynnt um fíkniefnamisferli að auki. Málið er í rannsókn. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

Skömmu fyrir hálfátta í gærkvöldi handtók lögreglan mann sem var eftirlýstur af fangelsismálastofnun og flutti hann í fangelsið á Hólmsheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Rétt fyrir átta var tilkynnt um fjársvik. Kona var handtekin og hún gistir fangageymslu þar til rennur af henni.

Skömmu fyrir hálfþrjú í nótt voru þrír aðilar handteknir vegna gruns um fíkniefnamisferli, en þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku.

Rétt fyrir hálfátta var tilkynnt um líkamsárás þar sem þolandi hlaut minniháttar meiðsli.

Tveir ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum, annar þeirra reyndist einnig hafa fíkniefni í fórum sínum. Þeir voru látnir lausir eftir sýnatöku.

Rétt eftir hálfeitt var tilkynnt um bruna í bifreið, en slökkvilið slökkti eldinn.

Um tíu var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir. Þar var á ferð maður í annarlegu ástandi sem var fluttur á bráðadeild til skoðunar.

Rétt fyrir hálffjögur var maður handtekinn vegna ástands. Hann verður færður á geðdeild í dag

Skömmu eftir sjö var tilkynnt um hávaða utandyra vegna framkvæmda. Verktaki lofaði að hætta látunum.