Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um bílslys á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Um er að ræða árekstur tveggja fólksbíla með níu farþega um borð. Fyrstu viðbragðsaðilar mættu á vettvang rétt fyrir klukkan þrjú í dag.

Búið er að virkja hópslysaáætlun og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út og eru á leiðinni á vettvang.

Þyrlurnar rétt ókomnar

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir fyrstu þyrluna, TF-EIR, koma til með að lenda á vettvangi 15:20 en í henni eru tveir læknar. Gert er ráð fyrir að TF-GRÓ lendi tíu mínútum seinna og um borð í þyrlunni eru fjórir úr greiningarsveit Landsspítala og tveir bráðatæknar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins auk hefðbundnar áhafnar landhelgisgæslunnar.

Þjóðvegi 1 er lokað við Kirkjubæjarklaustur og svo austan við vettvang við Skaftafell. Ekki er vitað hvenær vegurinn opnar aftur en hált er og hvasst á vettvangi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Hópslysaáætlun á Suðurlandi hefur verkið virkjuð vegna bílslyss á Skeiðarársandi. Samhæfingarstöðin í Skógarhlið og...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Friday, January 17, 2020