Tvær milljónir eru án raf­magns í Flórída þar sem felli­bylurinn Ian gekk yfir í gær­kvöldi og í nótt. Í er­lendum miðlum segir að eyði­leggingin sé mikil í Flórida og að fólk hafi víða verið fast í heimilum sínum sem flæddi inn í og að þak spítala í Port Char­lotte hafi eyði­lagst áður en Ian hélt svo sína leið að At­lants­hafinu.

Á vef AP segir að Ian sé einn sterkasti felli­bylur sem hefur komið á land í Flórída en Felli­bylja­stofnun Banda­ríkjanna hafði áður varað við miklum og hættu­legum flóðum sem gætu fylgt honum. Vind­hraði felli­bylsins var allt að 67 metrar á sekúndu.

For­seti Banda­ríkjanna, Joe Biden, lofaði í gær að Flórída­búum yrði veitt öll sú að­stoð sem þeir myndu þurfa og yfir­maður al­manna­varna sagði að neyðar­að­stoð og birgðum hefði þegar verið komið fyrir á vett­vangi.

Víða voru flóð.
Fréttablaðið/Getty

Hér að neðan má sjá myndbönd sem voru tekin þegar fellibylurinn gekk á land og fór yfir í Flórída.

Fellibylurinn fór í fyrstu yfir Kúbu þar sem ellefu milljónir voru í fyrstu án rafmagns þegar það fór af allri eyjunni.