Tveir lög­reglu­menn í Lou­is­vil­le í Ken­tucky-ríki voru skotnir í mót­mælum í nótt , eftir að til­kynnt var að enginn lög­reglu­maður yrði á­kærður þegar hin tuttugu og sex ára Breanna Taylor var skotin til bana af lög­reglunni.

Á­kæru­kvið­dómur komst að þeirri niðurstöðu í gær að einungis einn af þremur lög­reglu­mönnum yrði á­kærður fyrir til­efnis­laust hættu­spil í lög­reglu­að­gerðinni sem leiddi til dauða Taylor er skot úr byssu hans lenti á hurð ná­granna Taylor.

Niður­staða sak­sóknara er sú að að­gerðir hinna tveggja lög­reglu­mannanna hafi verið rétt­mætar er Taylor var skotin til bana á heimili sínu 13. mars síðast­liðinn er lög­regla braut upp hurð hennar að nóttu til í leit af fíkni­efnum. Enginn fíkni­efni fundust á heimili Taylor og var hún ekki á saka­skrá fyrir nein af­brot.

Mótmælendur, sem og fjölskylda Taylor, hafa krafist þess að lögreglumennirnir verði ákærður fyrir morð eða manndráp af gáleysi.
Ljósmynd/AFP

Kenneth Wal­ker kærasti Taylor hleypti úr skot­vopni sínu er lög­reglan braust inn en hann hélt að fyrr­verandi kærasti Taylor væri að brjóta sér leið inn í í­búðina. Af þeim sökum skaut lög­reglan tuttugu skotum inn í í­búðina frá stiga­gangi Taylor. Fjöl­mörg skot hittu Taylor sem lést á heimili sínu.

Kenneth Wal­ker hélt því að lög­reglan hafi ekki greint skýr­merki­lega frá sér er þeir byrjuðu að brjóta niður hurðina en hann hringdi meðal annars í neyðar­línuna á meðan lög­reglan var að brjótast sér leið inn á heimili þeirra. Lög­reglu­mennirnir halda því fram að þeir hafi sagt hátt og skýrt að lög­reglan væri að berja að dyrum þeirra.

Lög­reglu­stjóri Lou­is­vil­le, Robert Schroeder, segir að lög­reglu­mennirnir sem voru skotnir í mót­mælunum í nótt eru ekki í lífs­hættu og bætti við að sá sem er grunaður um að hafa skotið þá væri í gæslu­varð­haldi.

Bæjar­stjóri Lou­is­vil­le setti út­göngu­bann á borgar­búa sem tók gildi klukkan 21:00 að staðar­tíma en stór hópur fólks kom saman til mót­mæla eftir út­göngu­bannið.

Mót­mæli hafa staðið yfir í nótt í fjöl­mörgum borgum Banda­ríkjanna m.a. New York, Boston, Was­hington og Los Angeles.

Sam­kvæmt The New York Times var Mól­ótov Kok­teil eða heima­til­búinni eld­sprengju kastað í lög­reglu­menn í Port­land. Yfir­völd skil­greindu í kjöl­farið mót­mæli í borginni sem ó­eiriðir.

Lög­reglu­stjóri Lou­is­vil­le, Robert Schroeder.
Ljósmynd/AFP